14. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. nóvember 2023 kl. 09:24


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:24
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:24
Sigmar Guðmundsson (SGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:24
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG), kl. 09:24
Berglind Harpa Svavarsdóttir (BHS), kl. 09:24
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:24
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 10:10
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:30

Ásthildur Lóa Þórsdóttir boðaði forföll. Hildur Sverrisdóttir vék af fundi kl. 11:15. Ágúst Bjarni Garðarsson vék af fundi kl. 11:18.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Hlé var gert á fundi milli kl. 10:15 - 10:30.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:58
Fundargerð 13. fundar var samþykkt.

2) 239. mál - Mannréttindastofnun Íslands Kl. 09:24
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Debbie Kohner frá Evrópuneti mannréttindastofnana (European Network of National Human Rights Institutions), Eddu Þuríði Hauksdóttur og Ingunni Elísabetu Markúsdóttur frá Persónuvernd og Skúla Magnússon, umboðsmann Alþingis.

3) Önnur mál Kl. 11:02
Nefndin fjallaði um starfið framundan.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð geri alvarlegar athugasemdir við að fjármála- og efnahagsráðuneyti hafi enn ekki skilað stjórnskipunar og eftirlitsnefnd gögnum í tengslum við Íslandsbankasöluna líkt og nefndin óskaði eftir með vísan til 51. gr. þingskapa. Ráðuneytum er skylt að verða við slíkum beiðnum eins skjótt og unnt er og eigi síðar en sjö dögum frá beiðni. Nú eru liðnar þrjár vikur frá beiðninni án þess að við henni hafi verið brugðist. Þessi framganga ráðuneytisins er óásættanleg og vanvirðir eftirlitshlutverk þingsins.
Sigmar Guðmundsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir tóku undir bókunina.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:19